Starfsmaður á Subway hefur viðurkennt að setja typpi sitt á Subway samloku

Starfsmaður á Subway viðurkenndi í gær að hafa sett typpi sitt á samloku á staðnum og tekið mynd. Hann gekk svo skrefinu lengra og birti myndina á Instagram. Maðurinn, sem heitir Cameron Boggs var einn af nokkrum starfsmönnum staðarins sem stunduðu þá iðju að taka ósiðlegar myndir og birta þær á netinu.

Ein myndin sýnir flösku með frosnu hlandi í. Undir myndinni stóð: “Í dag í vinnunni frysti ég pissið mitt í flösku” Þeir bjuggu líka til brauð sem voru í laginu eins og typpi og birtu myndir af því. Alvarlegasti “glæpurinn” var samt sá að einn drengjanna nuddaði typpi sínu upp við brauðið. Maðurinn birti myndina og skrifaði undir: “Hæ ég heiti @ianjett og ég mun sjá um að gera samlokurnar þínar í dag.”

Hann hefur þó neitað því að atvikið hafi átt sér stað í vinnunni og segir að myndin hafi verið tekin heima hjá honum. Það virðist vera að þetta sé algengt í Bandaríkjunum en við birtum frétt um mann sem tekinn var fyrir það að fróa sér í eldhúsi á pizzastað. Greinina getur þú séð hér.

SHARE