Stefán Karl biður foreldra að horfa ekki aðgerðalaus uppá ofbeldi barna

Stefán Karl Stefánsson skrifar inná Facebook síðu sína í dag frá atviki sem hann lenti í gærkvöldi en þar horfði hann uppá tvo drengi leggja þann þriðja í einelti með ljótum orðum.

Stefan Karl Stefanssons skrifar:
,,Tveir ungir drengir, um 9 ára gamlir, stóðu úti á miðri götu í gærkvöldi í vesturbænum og öskruðu af alefli á annað dreng að hann væri “fituklessa” og “helvítis hommi”. Þetta öskruðu þeir svo hátt að ómaði um allt hverfið. ÉG sat inni í bílnum mínum, tveimur götum frá og heyrði hvert orð. Efti um 3-5 mínútur sá ég að enginn vitjaði þeirra svo ég bakkaði rólega upp að þeim og spurði hvort þetta væri eitthvað sem þeir hefðu lært heima hjá sér eða í skólanum. Eftir stutt spjall viðukenndi þeir að þetta væri nú ekki heimafræðslunni að kenna eða námskránni og sennilega fáránlegt af þeim að láta svona yfir höfuð og hættu ofbeldinu, í það minnsta í bili.
Þegar ég hafði lokið spjallinu sá ég að það var fullt af fólki úti í glugga að fylgjast með þeim, elda matinn eða bara horfa á drengina, fullorðið fólk. Engum datt í hug að gera neitt. Fólki finnst þetta nefnilega ekki koma sér við, því finnst ekki koma sér við að tveir ungir drengir hertaki götuna fyrir utan heimili þeirra og hrópi viðbjóðsleg orð að öðru fólki. Kannski er ég algerlega úr takti við “núið” og kannski er þetta eitthvað sem viðgengs sem hluti af því að nú er að koma sumar og börn fara að leika sér seint á kvöldin úti á götu við það að æpa ókvæðisörð hvert að öðru, veit það ekki.
Sameinuðu þjóðirnar ályktuðu um Ísland og nokkrar aðrar þjóðir ekki alls fyrir löngu að ísland væri á mjög slæmum stað þegar kæmi að “samfélagslegu samþykki” fyrir ofbeldi gagnvart og meðal barna. Ekki bara standa og horfa út um gluggan eins og þetta komi ykkur ekkert við, þetta nefnilega kemur okkur við. Það er alveg sama hvort verið er að berja mann með hafnaboltakylfu á bílaplaninu hjá ykkur eða börn að öskra viðbjóð að öðrum börnum. “Högg tungunnar brjóta bein” og flokkar undir annarskona barsmíðar.
Kennum börnunum okkar að það er ekki fallegt að kalla annað fólk “Fituklessur” og “Helvítis homma”, það er í rauninni mjög gróft ofbeldi og munnsöfnuður sem hæfir ekki ungum og fallegum drengjum sem eiga framtíðina fyrir sér.”

Þetta er að sjálfsögðu hárrétt hjá Stefáni og nauðsýnlegt að fullorðið fólk horfi ekki uppá slíkt án þess að grípa inní!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here