Stelpurnar okkar í 8-liða úrslit á EM

Íslenska kvennalandsliðið er komið í átta liða úrslitin í Evrópukeppni kvenna í knattspyrnu eftir magnaðan 1-0 sigur á Hollendingum  í lokaumferð riðlakeppnir  í Växjö í dag.

Það var hún Dagný Brynjarsdóttir skoraði sigurmarkið með skalla á 29. mínútu. Ísland var betri aðilinn í fyrrihálfleik og átti nokkur góð færi. Í Seinnihálfleik pressuðu Hollensku stelpurnar mikið án þess að skapa sér mörg opin fær. Íslenska vörninn var gríðarlega sterk og Guðbjörg í markinu hélt uppteknum hætti og var frábær í markinu. Með frábærum aga og miklu skipulagi tókst stelpunum svo að landa þessum stórkostlega sigri.

Nú þarf íslenska liðið að bíða þar til annað kvöld til að vita hvort það mætir Svíþjóð eða Frakklandi í átta liða úrslitunum.

 

Frábærar fréttir fyrir okkur Íslendinga og við hjá Hún.is erum að rifna úr stolti!! Áfram Ísland!!!!

SHARE