Stjörnumerkin: Af hverju gengur ástin ekki upp? – Ljónið

Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?

Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Ljónið er það stjörnumerki sem mun ekki halda framhjá, sem er auðvitað mikill kostur, en Ljónið á það til að vera mikill egóisti og hégómlegur. Þetta tvennt er ekki blanda sem fólk sækist eftir í maka sínum.

Ljónið rífst kröftuglega og vill alltaf eiga síðasta orðið. Því finnst það kannski vera gera góða hluti en þetta fer virkilega í taugarnar á fólkinu í kring.