Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?
Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.
Meyjan
23. ágúst – 22. september
Meyjan er það merki sem á hvað erfiðast með að treysta. Hún er sú sem er hvað líklegust til að gramsa í nærfataskúffum og í „leitarsögunni“ í tölvu maka síns.
Allur efi og afbrýðisemi í samböndum mun gera útaf við sambandið áður en þú veist af. Maður verður að treysta maka sínum, jafnvel þó vantraust sé í eðli mans. Það er hægt að breyta þessu og láta ekki eftir þessu hvötum þínum.