Stjörnumerkin: Af hverju gengur ástin ekki upp? – Sporðdrekinn

Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?

Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn er ástríðufullur, svo vægt sé til orða tekið. Stundum er ástríðan tekin sem afbrýðisemi og fáránleg hegðun. Sporðdreki, þú getur ekki stjórnað þeim sem þú elskar. Þú getur ekki ÁTT þá sem þú elskar.

Sporðdrekinn má ekki eigna sér elskhuga sína og verður að sparka þeirri hugmynd.