Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?
Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.
Steingeitin
22. desember – 19. janúar
Steingeitin á erfitt með að opna sig og treysta maka sínum. Hann lætur alltaf eins og maki hans þurfi að vinna sér inn traustið hans.
Traust er ekki eitthvað sem fólk þarf að vinna sér inn. Vantraust er eitthvað sem fólk „vinnur sér inn“. Steingeitin þarf að hætta að búast við hinu versta þó hann sé ekki með maka sinn fyrir augunum 24/7. Kæfandi afbrýðisemin verður fljót að eyðileggja sambandið.