Stjörnumerkin: Af hverju gengur ástin ekki upp? – Tvíburinn

Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?

Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn er mjög frjálslyndur. Það getur verið erfitt að sannfæra hann um að skuldbinda sig. Jafnvel þegar hann svo skuldbindur sig, á hann það til að gera bara sína hluti þegar hann vill samt sem áður.

Þetta getur verið svakalega fráhrindandi fyrir maka Tvíburans. Tvíburinn þarf að hugsa sig um tvisvar áður en hann breytir um „sambandsstatus“ á Facebook og búa sig undir viðbrögðin sem það kann að valda.