Það geta verið margar ástæður fyrir sambandslitum. Stundum eigum við erfitt með að skilja það hvað það er sem veldur okkur ástasorg. Var það ég? Eða var það hann/hún?
Það er erfitt að vita það með vissu en ef við lítum til stjarnanna getur það allavega gefið okkur einhverja mynd af því hvað það er sem veldur okkar ástasorg.
Vogin
23. september – 22. október
Vonin er eitthvað sem einkennir Vogina í samböndum. Það getur valdið veseni. Hún á það til að byrja með fólki sem hún á kannski ekki samleið með og reynir að breyta viðkomandi í þá manneskju sem hún vill vera með.
Þetta er bara eitthvað sem endar með hamförum. Það vill enginn vera í svoleiðis sambandi. Vogin þarf að læra að velja eða hafna þegar kemur að ástarlífinu.