Stjörnumerkin og veikleikarnir

Öll höfum við veikleika. Sumir eru með fleiri en aðrir og sumir með meiri veikleika en aðrir. Svona erum við misjöfn en það er bara til að hafa mannlífið sem allra fjölbreyttast, er það ekki? Hér eru veikleikar hvers stjörnumerkis fyrir sig:

Hrúturinn

21. mars – 19. apríl

Hrúturinn getur orðið mjög upptekinn af því sem er honum náttúrulegast, að vera stríðsmaður og verndari. Hann getur ofverndað og er fljótur að fara í vörn. Hrúturinn er fljótur að reiðast og þarf að hafa mikið fyrir því að halda aftur reiðinni.

Nautið

20. apríl – 20. maí

Nautið er eitt af þeim stjörnumerkjum sem er hvað oftast í jafnvægi. Það þarf hinsvegar að hafa mikið fyrir því að sleppa tökunum og mun gera mikið til þess að halda lífi sínu og öllum þáttum þess eins, í stað þess að breytast og vaxa. Nautið á auðvelt með að fá hluti og manneskjur á heilans sem gerir Nautið háð öðrum.

Tvíburinn

21. maí – 20. júní

Tvíburinn hefur lúmskt gaman að því að lenda í ágreiningi. Hann hefur gaman að rökræðum en þolir ekki að láta segja sér að hann hafi rangt fyrir sér. Tvíburinn tekur því oft illa ef aðrir hafa aðra skoðun.

Krabbinn

21. júní – 22. júlí

Krabbinn er meistari frestunaráráttunnar og getur látið aðstæður sínar og tilfinningar hamla sér og gera sig latann. Krabbinn á það til að vera alltaf að afsaka sig.

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Ljónið

23. júlí – 22. ágúst

Traust skiptir Ljónið miklu máli. Ljónið á erfitt með að meta það hvort það á að treysta fólki mikið eða bara alls ekki. Þegar Ljóninu líður eins og það geti ekki treyst neinum eða enginn treystir því, þá getur Ljónið orðið mjög niðurdregið og jafnvel þunglynt.

Meyjan

23. ágúst – 22. september

Meyjan hatar að vera ein en á sama tíma hræðist hún að vera hafnað. Hún hræðist það svo mikið að hún á erfitt með að tengjast fólki og flýr þegar nándin er of mikil. Þetta viðhorf, að fara frá fólki áður en það fer frá þér, er skemmandi og óþarft.

Vogin

23. september – 22. október

Vogin er náttúrulega þrjósk og staðföst og á oft erfitt með að samræma sig. Skapið hennar gerir henni erfitt fyrir að sjá hlutina frá sjónarhorni annarra þegar kemur að því að virða hvernig aðrir kjósa að lifa sínu lífi.

Sporðdrekinn

23. október – 21. nóvember

Sporðdrekinn á í flóknu sambandi við ótta. Hann á erfitt með að sætta sig við að tilfinningin sem hann er að upplifa er ótti. Sporðdrekinni verður að sætta sig við allar þær tegundir af ótta sem eru til og þegar hann gerir það, er stórt þroskaskref tekið.

[nextpage title=”Fleiri merki”]

Bogmaðurinn

22. nóvember – 21. desember

Bogmaðurinn hræðist það óþekkta og málar oft skrattann á vegginn. Hann vill lifa lífinu með reisn en fer oft út af sporinu og skammast sín fyrir það.

 

 

Steingeitin

22. desember – 19. janúar

Samskipti eru stærsti veikleiki Steingeitarinnar. Hún óttast skoðanir annarra og það gerir það að verkum að hún er vandræðaleg og kvíðin. Þessi ótti, með óttanum um að vera yfirgefin, gerir Steingeitinni erfitt fyrir að nálgast aðra.

Vatnsberinn

20. janúar – 18. febrúar

Of mikið sjálfstraust og tilfinningasemi er stærsti veikleiki Vatnsberans. Hann virðist oft, við fyrstu kynni, vera öfgakenndur og erfiður einstaklingur svo fólk á erfitt með að nálgast hann. Vatnsberinn þekkir kosti sína og styrkleika en stundum ýkir hann þá þegar stoltið verður mikið.

Fiskurinn

19. febrúar – 20. mars

Ástvinir Fisksins hafa sterk tök á þeim. Grimmileg orð eða skortur á hrósi getur haft mikil áhrif á Fiskinn. Hann kemur sér oft í þá aðstöðu að vera of háður öðrum svo hann er ekki að rækta sína eigin hæfileika og styrkleika.

Heimildir: Higherperspectives.com 

SHARE