Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Þú munt finna fyrir auknu sjálfstrausti í ágúst sem gerir þér kleift að nota hæfileika þína og elta vinnutengda drauma. Þú verður tilbúin/n að taka við stjórn og ná árangri í ná markmiðum þínum. Forðastu allar óþarfa fjárfestingar og settu heilsu þína í forgang. Ef þú þarft, skaltu ekki hika við að biðja þína nánustu um aðstoð.

Þú ættir að nota þinn náttúrulega eldmóð til að hvetja aðra. Ef þér mistekst er það ekki heimsendir og þú mátt ekki vera of hörð/harður við sjálfa/n þig. Mistök eru til að læra af þeim og gera þau aldrei aftur.