Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Þú ert ástrík manneskja og mikill friðarsinni en þú hefur verið að neita að horfast í augu við sannleikann um náinn einstakling í lífi þínu. Þú ert að gefa of mikið af þér og átt erfitt með að segja „nei“. Veltu fyrir þér hvort þú segir „já“ af því þú vilt gera eitthvað eða af því þú vilt í raun og veru gera eitthvað. 

Mannlegt eðli verður þér hugleikið í ágúst en óþolinmæði og fljótfærni gæti orðið þér fjötur um fót. Sambönd við fólk þurfa tíma til að styrkjast og dafna. Þetta snýst allt um framfarir, en ekki fullkomnun.