Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Þú munt þurfa að taka erfiðar ákvarðanir þegar kemur að fjármálum kæra ljón. Þú þarft að taka stöðuna á eyðslunni þinni og spyrja þig hvað þarf virkilega að vera í lífi þínu til að þú getir lifað góðu lífi. Svarið gæti verið að það sem þig vantar er ekki endilega meiri peningar og þú þarft að sleppa tökunum á hlutum og aðstæðum til að búa til “pláss” fyrir nýja hluti. 

Æfðu þig í að sleppa tökunum og leyfa hlutunum að gerast og ekki láta stoltið þitt aftra þér í að leita þér aðstoðar ef þess þarf.