Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Ágúst er mánuður andstæðna og andstæðra póla hjá þér. Þig langar að vera séð/ur á sama tíma og þig langar að fela þig og það getur verið ruglingslegt.  Málið er að þú getur alveg gert bæði. Vertu til staðar í núinu til að leggja mat á hvers þú ert megnug/ur í ákveðnum aðstæðum. Ef þetta er mótsagnakennt – ef þér líður eins og sprunginni blöðru en þarft líka á félagsskap að halda – geturðu fundið hinn gullna meðalveg þar sem þú færð það sem þú þarft. Það þarf ekki að vera streituvaldandi. Hver nýr dagur er tækifæri til að reyna aftur.