Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Ágúst verður þér sérstaklega góður þegar kemur að samböndum, bæði rómantískum og vinasamböndum. Að því sögðu, skaltu passa að afskipti þín af ákveðnum málum troði ekki öðrum um tær. Þó þú sért oftast mjög beinskeytt/ur þá viltu passa þig á að lenda ekki í útistöðum útaf hreinskilni þinni.

Notaðu orkuna þína í fólk sem fyllir þig innblæstri og forðastu spennuþrungnar samræður og aðstæður. Þú hefur breyst töluvert á seinustu mánuðum og núna, þegar allt er kristalskýrt, þarftu að finna út hvað þú virkilega vilt í lífinu.