Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Það er ekki til neins að „sykurhúða“ hlutina kæri Vatnsberi, en þú þarft að vinna í samböndum þínum í þessum mánuði. Þú þarft að vera opin/n fyrir að sjá hlutina frá öllum hliðum. Öll sambönd eru sífellt að þróast en lykillinn er að finna og ná alvöru nánd. Góðu fréttirnar eru þær að ef hlutirnir hafa verið upp og niður, þá eru allar líkur á því að jafnvægi fari að komast á. Kannski ekki í þessum mánuði en á næstu mánuðum. 

Ekki vera feimin/n við að spyrja spurninga. Og ef þú færð ekki svar við spurningunum þínum, skaltu spyrja meira.