Stjörnuspá fyrir ágúst 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Ágúst er mánuðurinn til að slaka á og endurhlaða félagslegu rafhlöðurnar þínar. Þú færð smá tíma til að slaka á og hugsa um andlegu hliðina. Farðu í skógarbað eða í spa og andaðu. Ef þú ert í nýju sambandi og dramatíkin er endalaus eða vinasamband þitt við ákveðnar manneskjur er dramatískt, þá er það út af stöðu Venusar í þessum mánuði.

Þegar lífið verður yfirþyrmandi er alveg eðlilegt að verða reiður. Hinsvegar hjálpar það engum að birgja inni reiðina og það leysir svo sannarlega engin vandamál. Einbeittu þér að sjálfri/um þér í þessum mánuði. Það má alveg stundum.