Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Þú hefur eytt löngum tíma í að hugsa um hvers virði það er að eiga félaga í lífinu og þetta gæti orðið árið þar sem þú verður tilbúin/n að skuldbinda þig. Innst inni þráir þú að tengjast annarri manneskju djúpum og þýðingarmiklum tengslum. Hvort sem það mun vera með nýrri manneskju eða þeirri sem þú ert með núna þá muntu ná þessum tengslum. Vorið verður rosalega góður tími hjá þér og ástarlífið verður í blóma.

Þetta ár verður alveg einstaklega heillaríkt fyrir þig en það stærsta sem þú munt læra á þessu ári er að hætta að tala neikvætt til sjálfs þíns og gagnreyna þig harðar en alla aðra. Dómharka þín kemur í veg fyrir að þú finnir fyrir hamingjuna. Á meðan þú tekur ekki á móti þér með umburðarlyndi muntu eiga erfitt með að hleypa öðrum að þér.

Þú þarft að sýna aðeins meiri sjálfsaga þegar kemur að fjármálunum, en það er gömul saga og ný. Þú veist þetta og þarft að hugsa betur um peningana.