Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Árið mun færa þér mjög ríkulegar gjafir og augnablik sem þú hefur unnið að hörðum höndum seinustu ár. Þú hefur verið að vinna í sjálfinu þínu og sjálfstraustinu undanfarin ár og þú munt átta þig á því á þessu ári, hvað sú vinna hefur borgað sig. Þú ert loksins komin/n útúr „skorts“hugarfarinu og farin/n að sjá að fólkið þitt, tækifæri og eru það eina sem þú þarft í líf þitt. Þú mátt afþakka allt sem þjónar þér ekki lengur og það mun þyrla upp smá ryki til að byrja með en rétta fólkið og réttu tækifærin munu verða eftir ef þau eiga að vera það.

Mundu að opna hjarta þitt, en það hefur reynst þér erfitt oft á tíðum. Gefðu af þér, tilfinningalega, og þú munt fá það margfalt til baka. Stattu við skuldbindingar þínar og passaða að vera til staðar fyrir þitt fólk. Þetta ár verður klárlega þitt ár kæra Steingeit.