Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Tvíburinn

Tvíburinn
21. maí — 20. júní

Árið 2023 verður farsælt fyrir þig, en til þess að svo verði þarftu að koma öllu í lag í kringum þig. Fólkið í kringum þig eru traustir vinir þínir, en þú mátt ekki treysta alltof mikið á þá. Þér mun verða það ljóst að þú getur allt sem þú vilt sjálf/ur og þarft ekki að treysta á aðra til að gera hlutina. Þú ert full/ur af eldmóði þegar nýja árið kemur og það er gott því þú færð mikið af því sem þú elskar á árinu 2023, sem er athygli. Þetta er ekki allt bara jákvæð athygli en alls ekki rosalega neikvæð heldur.

Fyrsti helmingur ársins fer í sjálfsskoðun og tilraunir sem leiða til þess að þú finnur út úr því hvað þú raunverulega vilt í lífini þínu. Mikið af orkunni þinni fer í að eiga heilbrigð samskipti við fólk. Ertu ennþá með fólk í kringum þig sem viljandi, eða óviljandi heldur aftur af ér.

Þú ættir að hugsa vel um heilsuna þína á nýja árinu og tileinka þér nýjan og hollari lífstíl. Hugsaðu um að eyða meiri tíma í gamla og góða vini heldur en að stofna sífellt til nýrra sambanda.