Stjörnuspá fyrir árið 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Þetta ár verður eftirminnilegt og það verða ákveðin kaflaskil í lífinu þínu.

Þú munt dýpka þín nánustu bönd og búa til ævilangar minningar með fólkinu í kringum þig. Vertu bara viss um að þú staldrir við og njótir þess sem er í gangi akkúrat núna. Það verður mikilvægt á þessu ári fyrir þig að íhuga starfsferilinn þinn og þér mun verða það ljóst að þú getur verið hamingjusamari en þú hefur verið.

Ef þú hefur verið óviss um stórar ákvarðanatökur er árið 2023 árið þar sem þú finnur sjálfstraustið og hugrekkið sem til þarf, til að geta gripið til aðgerða. Þetta verður árið sem þú byrjar að lifa eftir orðatiltækinu „minna er meira“ yfirlýsingunni „minna er meira“. Þú umgengst færra neikvætt fólk, það verður minni ringulreið, ofhugsanir og að reyna að gera alla aðra hamingjusama.