Stjörnuspá fyrir júlí 2022 – Bogmaðurinn

Þú ferð róleg/ur inní júlímánuð og seinni part mánaðarins verður þú í mjög góðu jafnvægi og skapandi orkan þín er í algleymingi. Júlí er mánuðurinn þar sem þú munt slá öll þín persónulegu met og þú toppar þig aftur og aftur. Það er ekkert sem gleður þig meira en skapandi verkefni sem þú getur eytt tíma í. Það verður nóg að gera í vinnu hjá þér í júlí en þú munt alveg hafa nægan tíma til að skemmta þér líka.