Stjörnuspá fyrir júlí 2022 – Ljónið

Það er yfir mörgu að gleðjast í júlí hjá þér kæra ljón. Það verður kraftur í þér og þér mun líða vel með þig og útlit þitt. Þér finnst þú meira að segja ein mest aðlaðandi manneskja sem þú veist um.

Þú munt ná einhverju markmiði í lok júlí, sem þú hefur stefnt að lengi. Þú ert umvafin/n fólki í júlí, hvort sem það eru vinir eða fjölskylda og þú finnur fyrir mikilli ást og samkennd.