Stjörnuspá fyrir júlí 2025 – Bogmaðurinn

Það er að koma júlí og mörgum finnst sumarið varla hafa byrjað.

Hér er stjörnuspáin fyrir júlí og ég vona að þið öll, kæru, yndislegu lesendur, eigið frábæran júlí, með sól, gleði og almennri gleði.

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Júlí 2025 verður fyrir þig, kæri Bogmaður, mánuður andlegrar vakningar og útvíkkunar sjóndeildarhringsins – bæði innra með þér og í veröldinni sem þú hrærist í. Þig langar að komast út fyrir rútínuna, í átt að einhverju sem veitir lífinu meiri merkingu.

Samskipti og ferðalög eru í hápunkti. Þú gætir verið að skipuleggja ferð, tengjast fólki frá öðrum menningarheimum eða dýpka þekkingu á einhverju sviði sem hefur vakið áhuga þinn. Þetta er kjörinn tími til að hefja nám, námskeið eða verkefni sem krefst víðsýni – þú ert hugsuður og könnuður í senn.

Í ástinni ert þú í essinu þín og er heiðarleg/ur og leitar eftir tengingu sem nærir frelsið þitt – en heftar það ekki. Sambönd sem virka á þvinguðum forsendum þola ekki álagið. Þú þarft rými – en þegar þú finnur einhvern sem skilur það ertu tilbúin/n að deila rýminu með þeim. Einhleypir Bogmenn gætu laðast að einhverjum sem er með sömu ævintýraþrá og hugsjónir og þeir.

Andleg málefni og spurningar um tilgang koma sterkari inn en oft áður. Þú gætir fundið fyrir því að gamla heimsmyndin dugi þér ekki lengur. Hvort sem þú ferð inn á braut hugleiðslu, heimspeki, trúar eða náttúruskoðunar, þá er þetta mánuður djúprar innri þróunar.

Þegar þú leyfir þér að elta forvitnina og fylgja hjartanu – þá leiðir júlí þig á veg sem breytir ekki aðeins hugmyndum þínum, heldur sjálfri/um þér í heild.