Stjörnuspá fyrir júlí 2025 – Hrúturinn

Það er að koma júlí og mörgum finnst sumarið varla hafa byrjað.

Hér er stjörnuspáin fyrir júlí og ég vona að þið öll, kæru, yndislegu lesendur, eigið frábæran júlí, með sól, gleði og almennri gleði.

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Kæri Hrútur, mundu að þú verður að líta inn á við áður en þú tekur ákvarðanir. Þó þú sért að eðlisfari aðgerðar- og athafnamiðaður einstaklingur þá verður fyrri hluti mánaðarins í anda íhugunar og uppbyggilegrar kyrrðar. Það er ekki merki um veikleika – heldur vöxt. Þú ert að endurskipuleggja huga þinn og það sem þú lærir nú, mun skapa grunn að næsta „framkvæmdarkasti“ þínu.

Fjölskyldumál og tengsl við rætur þínar verða í brennidepli í júlí. Þú gætir tekið þátt í breytingum á heimili, þínu eða einhvers annars, eða þurft að stíga inn í stuðningshlutverk fyrir einhvern nákominn. Þetta styrkir tengsl og dýpkar skilning þinn á eigin tilfinningum – eitthvað sem þú hneigist stundum til að sniðganga.

Í ástinni leynast tækifæri til að læra og vaxa. Þó þér finnist þú vita hvað þú vilt, getur sumarið kennt þér að raunveruleg tenging kemur ekki alltaf í þeim búningi sem þú býst við. Ný sambönd gætu kviknað á óvæntum stöðum, en aðeins ef þú sleppir tökum á stjórninni og leyfir flæðinu að leiða.

Fjárhagsmál og sjálfsagi verða líka í brennidepli. Þú gætir þurft að endurmeta hvernig þú notar orku þína – ekki bara tíma og peninga, heldur einnig fókus og athygli.

Þó þú viljir helst hlaupa af stað, þá er mátturinn í júlí, í því að hlusta, hugsa og byggja upp innan frá. Þegar þú leyfir sjálfum þér að vera viðkvæm/ur – ertu sterkari en nokkru sinni fyrr.