Stjörnuspá fyrir júlí 2025 – Meyjan

Það er að koma júlí og mörgum finnst sumarið varla hafa byrjað.

Hér er stjörnuspáin fyrir júlí og ég vona að þið öll, kæru, yndislegu lesendur, eigið frábæran júlí, með sól, gleði og almennri gleði.

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Kæra Meyja, júlímánuður mun vera tileinkaður því að hætta að hugleiða hlutina yfir í að framkvæma þá. Þú ert á tímamótum innra með þér – þar sem gömul mynstur víkja fyrir nýrri sýn á sjálfa/n þig, hlutverk þitt og hvernig þú vilt lifa lífinu þínu.

Samskiptamynstur breytast. Þú gætir tekið eftir því að þú hefur minni þolinmæði fyrir tilgerð og yfirborðslegum samtölum – og sækist eftir dýpri, innihaldsríkari tengslum. Það gæti þýtt að ákveðin tengsl minnki, en þau sem haldast munu dafna í hreinskilni og gagnkvæmri virðingu.

Ástarlíf þitt mun endurspegla sjálfsvinnu þína. Ef þú ert í sambandi gætir þú farið í gegnum tímabil þar sem þið þurfið að skoða raunveruleg gildi og hvort þið séuð að styðja hvort annað í að vaxa sem manneskjur. Fyrir einhleypar Meyjur kemur tækifæri til að kynnast einhverjum sem kann að meta þig og hógværð þína og húmor – en aðeins ef þú leyfir þér að sleppa stjórninni örlítið.

Heilsa og dagleg rútína verða þér hugleikin. Þú finnur sterka hvöt til að laga svefninn þinn, hreyfingu eða mataræði – ekki vegna útlits þíns, heldur af virðingu fyrir eigin orku. Þú sérð hvernig litlu venjurnar sem þú vanrækir, hafa áhrif á heildarorkuna þína.

Júlí er mánuður verður mikið tileinkaður rósemi. Með því að hreinsa burt óþarfa – bæði í kringum þig og í samböndum – skapar þú rými fyrir það sem nærir þig raunverulega.