Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Bogmaðurinn

Maí var frekar rólegur mánuður hjá þér Bogmaður en það mun verða mikið fjör í júní. Þú hefur mikið keppnisskap og ef þér býðst að taka þátt í keppni ættir þú að taka því. Einnig verður þessi mánuður tileinkaður sjálfsvinnu og þú munt öðlast skilning á því hvernig barnæska þín hefur haft áhrif á þig til dagsins í dag. Um leið og þú hefur gert upp æskuna þína muntu geta átt innilegri og nánari sambönd við aðra.

Rómantíkin mun svífa yfir vötnum í lok mánaðarins og þú munt ná nýjum hæðum þegar kemur að ástarmálunum. Njóttu þess!

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com