Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Ljónið

Nú er tíminn til að halda að þér höndum. Það hljómar kannski ekki mjög spennandi en það er nauðsynlegt svo ekki fari illa. Þetta gæti átt við um peningamálin þín og að eyða ekki peningum sem þú átt eða átt ekki. Farðu bara varlega, ekki taka neinar áhættur.

Þú ert vanalega, á þessum tíma, mjög félagslynd/ur en það hefur ekki alveg verið þannig undanfarinn mánuð. Júní verður frábær mánuður fyrir þig, sérstaklega þegar kemur að vinnunni þinni. Um miðjan mánuð færðu tækifæri til að nota sköpunargáfuna þína. Þú munt einnig taka skyndiákvarðanir og eiga innilegar stundir með þínum nánustu, maka eða besta vin/vinkonu.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com