Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Steingeitin

Einhverskonar samkeppni kemur inn í líf þitt í júní og að einhverju leyti tengist hún ástarmálunum. Einhver er að reyna að sanna sig fyrir einhverjum sem hann/hún þarf ekki að sanna sig fyrir. Eina sanna ástin í lífi þínu er starfsframinn þinn en einhvernveginn finnst maka þínum betra að hugsa að þú sért að gefa annarri manneskju alla þína athygli, heldur en að vinnan sé mikilvægari. Þú verður að fara að velta fyrir þér hvernig þú vilt skipta tíma þínum á milli vinnu og ástarinnar.

Þú munt setja heilsuna í forgang og ekki hika við að taka þér hvíldartíma í kringum miðjan mánuðinn. Þú áttar þig á að þú hefur fjarlægst aðra því þú ert að reyna að vinna þig í gegnum erfiðleika ein/n þíns liðs. Nú er kominn tíminn til að styrkja tenginguna við maka þinn eða þá sem eru þér nánastir.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com