Stjörnuspá fyrir júní 2022 – Meyjan

https://www.hun.is/stjornuspa-fyrir-juni-2022-meyjan/Stóra málið í júní er að þú verður að herða þig aðeins upp. Þú ert sterk/ur, en kannski ekki alveg þegar þú þarft mest á því að halda. Þetta er mánuðurinn þar sem þú verður að opna munninn og segja fólki það sem þú meinar, frekar en að kvarta bara við aðra út í bæ.

Þú átt það til að nota andlegt ofbeldi (passive-agressive) til þess að fá það sem þú vilt en það mun verða breyting þar á. Ekki vera hrædd/ur við að tjá þig, það er allt betra en að nota andlegt ofbeldi. Um miðjan mánuð gæti verið gott að vinna í sálarlífinu þínu. Það gætirðu gert með því að opna þig við einhvern sem er þér kær eða gera aðra hluti sem næra þig andlega.

Heimildir: Bustle.com og Instyle.com