Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Fiskurinn

Það verða einhverjar breytingar í maí varðandi áætlanir um ferðalög. Þú munt styrkja sambönd þín við nánustu vini þína og þú gætir verið að fara að auka við menntun þína og starfsframa. Það gerast góðir hlutir í fjármálunum þínum í kringum 10. maí og þú munt eiga meiri pening en vanalega. Þú ert full/ur af orku og þú munt taka á þig meiri ábyrgð í vinnu og á heimilinu. Mundu bara að hafa hemil á þér og klára ekki alla orkuna þína og enda í kulnun. Ef þú ert í ástarsambandi mun það vera í blóma um þessar mundir og um að gera að njóta þess.

Hafðu það bakvið eyrað að um 24. maí gæti Júpíter farið að hafa þau áhrif á þig að þú farir að eyða peningum í algjöran óþarfa.