Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Ljónið

Hæstu hæðunum í lífinu fylgja oft lægstu lægðirnar. Það eru að verða miklar breytingar í lífi þínu hvort sem það er vegna flutninga erlendis, sambandsslit, flutningar milli landshorna eða breytinga á atvinnu þá er margt að breytast. Þessum breytingum fylgir svo auðvitað tækifæri til að læra og vaxa sem manneskja. Þér finnst gaman að deila þinni visku en það er mjög mikilvægt að þú hlustir líka og eigir einlæg samtöl við góða vini.

Breytingar geta haft áhrif á þín nánustu sambönd en þau sterkustu munu lifa álagið af. Ef þér finnst þú ekki vera að fá þau laun sem þú átt skilið fyrir vinnu þína, er góður tími í maí til að semja um launahækkun.