Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Steingeitin

Þú munt finna fyrir mikilli sköpunarþörf í maí og það verður margt að gera í félagslífinu og samböndum þínum við börnin þín (ef þú átt börn). Ef þú ert einhleyp/ur mun stefnumótalífið verða mjög spennandi og þú ert tilbúin/n að kynnast nýju fólki. Núna er tíminn til að gróðursetja, mála á heimilinu og dekra við sjálfa/n þig. Það er alltaf hægt að njóta rólegheitanna ef maður bara leyfir sér það. Það verða allskyns breytingar í ástarlífinu og félagslífinu og þú verður kannski smá stefnulaus í smá tíma. Það lagast þó mjög fljótt og þú nærð þér á strik.