Stjörnuspá fyrir maí 2022 – Tvíburinn

Breytingarnar sem þú ert að fara í gegnum eru lúmskar. Það er léttir fyrir þig því það hefur gengið á ýmsu síðustu misseri og þú hefur velt fyrir þér hvenær fari að róast um hjá þér. Það er kominn tími á að þú farir að hugsa inná við og tengjast fólkinu sem er í kringum þig, hvort sem það eru vinir, samstarfsfélagar eða jafnvel nágrannar.

Um miðjan mánuðinn muntu finna fyrir þörf til að skipuleggja þig vel og vandlega og mæta reglulega í ræktina. Þú átt stundum erfitt með að einbeita þér og þess vegna er líka kominn tími til að þú finnir samkennd með sjálfri/um þér og einbeita þér að því að þú þarft ekki að hugsa of langt fram í tímann heldur taka bara einn dag í einu.