Stjörnuspá fyrir mars 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Þú verður heimakær í mars kæri Bogmaður. Þú finnur hjá þér þörf til að vinna í verkefnum á heimilinu og þú ferð í þessi verkefni af mikilli alúð. Hugsaðu samt vel um þig sjálfa/n og fólkið þitt og þú munt örugglega skipuleggja viðburði/samsæti með þínum nánustu. Eftir miðjan mánuðinn líður þér eins og þú viljir hitta fleira fólk og spjalla. Sjálfstraustið, sköpunargáfa þín og skap verður allt í blóma þegar nálgast seinni hluta mánaðar, og þér líður yfir höfuð vel með sjálfa/n þig.

Það gæti verið kominn tími til að hrista upp í ástarlífinu þínu með maka þínum og brydda upp á nýjungum. Leyfðu villtu og skemmtilegu orkunni þinni að njóta sín í sambandinu og það mun dýpka tenginguna á milli ykkar. Ef þú ert á lausu er þetta flottur tími til að skoða það að fara á stefnumót. Jafnvel þó þau endi ekki með föstu sambandi muntu alveg fá eitthvað út úr þeim því þér finnst alls ekki leiðinlegt að fá athygli og skemmta þér.