Stjörnuspá fyrir september 2022 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Hafðu fjölbreytni í dagsdaglega lífinu þínu. Eyddu tíma með vinum sem þú hefur ekki séð lengi eða gefðu þér tíma til að kynnast nýju fólki. Það mun örugglega koma þér á óvart hversu miklu það getur breytt, að gera litlar breytingar á lífi þínu. Núna er líka góður tími til að færa út kvíarnar í starfi þínu og fjárhagurinn getur breyst verulega til hins betra.

Það er fátt meira drífandi en bogmaður með langtímamarkmið. Hvað hefur þú verið að gera til að rækta markmið þín og drauma? Þú ert frábær, samvinnufús og líka aðlaðandi, svo gríptu tækifærin. Að þessu sögðu er það alltaf skynsamlegt að líta tvisvar eða þrisvar yfir samninga þína áður en þú skrifar undir eitthvað.