Stjörnuspá fyrir september 2023 – Bogmaðurinn

Bogmaðurinn
22. nóvember — 21. desember

Þú ert alltaf að verða betri í því að loka ákveðnum köflum í lífi þínu. Hvort sem það eru sambönd sem gera þér ekki gott eða eitthvað tengt atvinnu þinni þá ertu að taka rétta ákvörðun. Það er mikil þreyta í þér sem þýðir einfaldlega það að þú verður að passa upp á svefninn og æfa þig í að kyrra hugann. Reyndu að forðast að taka ákvarðanir í hvatvísi, einbeittu þér og skoðaðu málin áður en þú ákveður eitthvað. Taktu þér tíma fyrir þig og hlúðu að andlegu hlið þinni.