Stjörnuspá fyrir september 2023 – Fiskurinn

Fiskurinn
19. febrúar — 20. mars

Þessi mánuður markar ákveðin tímamót í þínu lífi. Þú ert farin/n að sjá sjálfa/n þig í alveg nýju ljós og það er kominn tími á ný markmið í lífinu. Þú ert bara þannig manneskja að þú þarft alltaf að vera að stefna á eitthvað. September er mánuðurinn til að vinna í ástarmálunum og njóta samveru með þínum nánustu. Vertu opin/n og einlæg/ur í samskiptum við aðra og segðu fólki frá því sem angrar þig.