Stjörnuspá fyrir september 2023 – Hrúturinn

Hrúturinn
21. mars – 19. apríl

Þú ert ekki oft að breyta um skoðun en einu sinni er allt fyrst. Þú ert að fara að breyta um skoðun á málefni sem tengist vinnu þinni eða markmiði. Þetta er þér hjartans mál og þú ættir að fylgja hjarta þínu. Nú er kjörinn tími til að endurskoða í hvað þú eyðir þinni orku og fara að beina orku þinni að einhverju sem skiptir virkilega máli. Vertu opin/n og leyfðu þér að tengjast öðrum. Leitaðu leiða til að nota hæfileika þína til að hafa jákvæð áhrif á aðra og leyfðu sköpunargáfu þinni að njóta sín. Ef þú gefur af þér mun alheimurinn „gefa þér“ til baka.