Stjörnuspá fyrir september 2023 – Krabbinn

Krabbinn
21. júní — 22. júlí

Þú þarft að fara yfir það með sjálfri/um þér hvort þú gerir alltof litlar kröfur á fólkið í kringum þig, hvort sem það er fjölskylda, vinir eða samstarfsfélagar. Þú mátt, og átt, að setja markið hærra. Þó þetta sé kannski ekki besti mánuðurinn til að fara á fullt í markmiðasetningu, er þetta góður tími til að velta fyrir þér hvert ÞITT virði er. Ertu að næra þig andlega? Tileinkaðu þér nýjar samskiptaleiðir og hugsanir. Ef þú ferð að læra eitthvað alveg nýtt ertu á grænni grein.