Stjörnuspá fyrir september 2023 – Ljónið

Ljónið
23. júlí — 22. ágúst

Þú ert mikil draumóramanneskja og er með afar stóra drauma en þú munt þurfa að skoða í hvað þú eyðir orku þinni í þessum mánuði. Hættu að velta þér upp úr hvað það er sem þú átt ekki, hugsaðu um það að virkilega ÞURFA á einhverju að halda og svo skaltu hugsa um allsnægtir. Mundu líka að það sem þér er ætlað, þarftu ekki að þröngva til að verða að veruleika. Hafðu trú á sjálfri/um þér og treystu því að þú sért að taka réttar ákvarðanir.