Stjörnuspá fyrir september 2023 – Meyjan

Meyjan
23. ágúst — 22. september

Sambandstengd mál gætu komið til sögu í þessum mánuði. Þú gætir þurft að íhuga hvort þú viljir stjórna ÖLLU í sumum samböndum eða hvort þú viljir að samskiptin verði á jafningjagrundvelli. Stundum þróast hlutirnir bara ekki eins og þú vilt en það þýðir þó ekki að þú eigir að leggja drauma þína á hilluna. Ef þú ert að spá í að finna þig aftur og vera aftur við stjórnvölin í lífi þínu, er september mánuðurinn til þess. Ekki láta vonbrigðin draga úr sjálfstrausti þínu og nýttu frekar tækifærið til að sýna hvað í þér býr.