Stjörnuspá fyrir september 2023 – Sporðdrekinn

Sporðdrekinn
23. október — 21. nóvember

Hæfileikar þínir og sköpunargáfa verður í forgrunni í september og þú munt fá margskonar skemmtileg hrós. Ekki leiðinlegt það. Áður en þú ákveður hvað þú ætlar að gera næst ættirðu að staldra við og sjá hvað þú hefur náð langt. Ekki taka meira að þér en þú getur ráðið við og mundu að stundum er í lagi að segja „nei“. Treystu því að það sem koma skal sé það eina rétta og mundu að byggja sterkan grunn undir samböndin þín, hvort sem það eru vina-, fjölskyldu- eða ástarsambönd.