Stjörnuspá fyrir september 2023 – Steingeitin

Steingeitin
22. desember — 19. janúar

Það er eitthvað samband eða verkefni að klárast um þessar mundir, en innst inni vissir þú að þetta væri að fara að gerast. Taktu það sem þú getur frá þessari reynslu til að læra af því en láttu hitt liggja á milli hluta. Þú gætir svo upplifað að vera á réttum stað á réttum tíma og það mun veita þér aukið sjálfstraust og ánægju. Lífið gengur ótrúlega vel með flest allt í lífi þínu núna en þú mátt þó ekki gleyma að þakka þeim sem eiga þakkir skilið. Nánd og auðmýkt er eitthvað sem þú þarft stöðugt að vinna í og einnig að fyrirgefa öðrum. Það er svo miklu auðveldara að fyrirgefa en að halda í gremju.