Stjörnuspá fyrir september 2023 – Vatnsberinn

Vatnsberinn
20. janúar — 18. febrúar

Einhverjar breytingar eru í kortunum þegar kemur að vinnumálum. Ekki hafa neinar áhyggjur því það verður allt, allt í lagi. Þú hefur verið að leitast eftir viðurkenningu í vinnumálunum og það mun koma að þeim tímapunkti að þú færð það sem þú vilt. Þú hugsar alltof mikið um framtíðina og hvað hafi farið úrskeiðis í fortíðinni. Þú verður að hætta því og fara að lifa í núinu. Akkúrat núna, er það eina sem skiptir máli. Ekki láta slæmar minningar halda þér í heljargreipum, því þær koma í veg fyrir að þú getir vaxið sem manneskja.