Stjörnuspá fyrir september 2023 – Vogin

Vogin
23. september — 22. október

Heilsa þín og vellíðan ættu að vera forgangsatriði hjá þér, fyrri helming september og þú finnur fyrir eldmóði til að hugsa vel um þig, líkama og sál. Tafir eru ekki eitthvað sem þú átt auðvelt með en nú er kominn tími til að læra að takast á við það. Stundum þarf maður bara að vera þolinmóð/ur. Ef vinnan þín eða ástarsamband er að valda þér streitu, tjáðu þig um það. Annað gengur ekki upp.  Tileinkaðu þér frekar jákvæðni en ótta og vittu til, þetta fer allt eins og það á að fara.