- Hver eru einkennin?
Súr uppgangur, brjóstsviði og magaverkir, sem geta versnað, ef maður innbyrðir kaffi, sítrusávexti, feitan mat, lauk, áfengi og súkkulaði. Mjólk er stundum til bóta. Önnur einkenni geta verið óreglulegar hægðir, linar hægðir og stundum verkir við salernisferðir.
- Hvað getur þetta verið?
- Algengast er, að um er að ræða skeifugarnarsár, sem veldur því að magasýra kemur upp í vélindað, þangað sem hún á ekkert erindi. Þetta kemur yfirleitt fram sem brjóstsviði eða súr uppgangur. Ástæðan getur annaðhvort verið að vöðvinn við efra magaopið er slappur eða að maginn er aðþrengdur vegna þungunar eða offitu. Magaopsvöðvinn slappast enn frekar við neyslu á kaffi, sítrusávöxtum, feitum mat, lauk, áfengi og súkkulaði.
- Magasár veldur svipuðum einkennum og erfitt getur verið að sjá út frá einkennunum hvort heldur um er að ræða magasár eða sár á skeifugörn. Ef viðkomandi léttist einnig eða hefur svartar hægðir er áríðandi að leita læknis til að kanna hvort þetta sé magasár. Magasár er í 90% tilfella af völdum bakteríu, sem heitir „helicobacter pyleri“. Hægt er að losna við þessa bakteríu með kröftugri meðferð með magasárslyfjum og fúkkalyfjum sem minnkar verulega hættuna á að magasárið rífi sig upp á ný.
- Aðrar ástæður geta verið ristilbólgur, sem geta komið fram sem verkir, sem versna eftir máltíðir og lagast þegar farið er á salernið. Ristilbólgur eru af völdum óreglu í þörmunum og oft kemur að gagni að vera duglegur að drekka vökva og lifa reglusömu lífi.
- Að auki eru til fjölmargir sjaldgæfari sjúkdómar sem þarf að vísa til sérfræðings, t.d. Colitis ulcerosa og Crohns-sjúkdómurinn
Sjá einnig: Hvernig lýsa bitsjúkdómar sér?
- Hvað er hægt að gera?
- Fara til heimilislæknisins til að grennslast fyrir um ástæður einkennanna.
- Hlíta allri meðferðinni þegar þegar ástæðan er fundin.
- Fara aftur til læknisins ef meðferðin ber ekki árangur. Í langflestum tilfellum er hægt að ráða niðurlögum sárs á skeifugörn og magasárs með magasárslyfjum og/eða fúkkalyfjum.
- Ef ástæðan er ristilbólgur er engin ástæða til að sóa peningum í magasársmeðul þau hafa hvort sem er engin áhrif.
- Hver eru hættumerkin?
- Blóðugar, svartar, tjörukenndar hægðir
- Ógleði, uppköst með blóði eða uppköst sem líkjast kaffikorgi
- Þyngdartap að ástæðulausu
- Fölvi og þreyta vegna járnskorts, sem ekki er hægt að skýra á annan hátt
- Skyndilegar sárar magakvalir
Öll þessi einkenni krefjast þess að samband sé haft við lækni, en þau geta bent til þess að hætta sé á ferðum!
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á