Maðurinn sem hefur í þó nokkurn tíma ollið foreldrum á Akureyri óþægindum að vita af honum til starfa innan um börn einn á heimili sínu.
Foreldrar hafa ítrekað reynt að láta vita af þessu máli en engan árangur borið.

Akureyrar vikublað fjallaði um málið í dag

Dagforeldri er nú að störfum á Akureyri og passar 4-6 börn þrátt fyrir að hafa farið fyrir dóm vegna gruns um kynferðisbrot gagnvart syni. Dagforeldrið, karlmaður, var sýknað af ákæru, bæði í Héraðsdómi Norðurlands eystra og í Hæstarétti árið 2011. Dómstólar töldu þó töluverðar líkur á að brot hefði átt sér stað.

Dagforeldri starfa með sveitarfélögum og Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að sér sé kunnugt um eitt svona mál. Spurður hvort honum finnist í lagi að dagforeldri með þennan feril starfi við fóstur barna segist bæjarstjóri ekki ætla ekki að setja sig í dómarasæti um rannsókn mála og niðurstöður dómstóla.

„Það er mikilvægt fyrir sveitarfélagið og almenning allan að vera vel á verði gagnvart hugsanlegum kynferðisbrotum. Það er einnig mikilvægt að við tökum málefnalega og fordómalaust þátt í umræðu um slík mál. Látum svo lögreglu og dómstólum eftir að vinna sína vinnu án þess að hafa áhrif þar á,“ segir bæjarstjóri.

Maðurinn var grunaður samkvæmt ákæru um að hafa framið brot á syni sínum. Móðir drengsins tilkynnti á sínum tíma brotið til lögreglu, en drengurinn hafði þá eytt helgi hjá föður sínum. Bæði dómstig töldu að framburður drengsins hafi verið skýr og trúverðugur og töluverðar líkur á sekt föðurins. Faðirinn neitaði alltaf sök og í héraðsdómi segir að engin önnur vitni hafi verið að meintu broti þannig að ekki sé óvefengjanlega hægt að sanna að brotið hafi átt sér stað. Hæstiréttur féllst á þessa niðurstöðu og staðfesti sýknudóminn.

SHARE