Systur sameinast eftir 17 ár

Þær voru systur öll þessi ár en vissu bara ekki af því.

Jordan og Robin Jeter hittust í fyrsta skipti á þessu ári í skólanum sínum í Washington eftir að einhver kynnti þær því honum fannst þær vera svo líkar. Síðan þá hafa þær verið óaðskiljanlegar.

Jordan sem er á fyrsta ári í framhaldsskólanum var ættleidd rétt eftir fæðingu og Robin sem er á lokaári í framhaldsskóla var tekin frá móður sinni og send í fóstur. Í 17 ár bjuggu þær í sömu borg og léku sér í sömu leikjunum en hittust aldrei.

„Ég vissi að ég væri ættleidd og eftirnafnið mitt væri Jeter,“ segir Jordan og þegar stúlkurnar hittust og þegar hún komst að því að Robin væri líka með sama eftirnafn fór hún að gráta.

Það hefur komið í ljós að stúlkurnar eiga margt sameiginlegt, til dæmis nota þær sömu skóstærð og raddirnar eru mjög líkar: „Fólk þekkir okkur ekki í sundur í síma og við nýtum okkur það óspart“ segir Robin.

Screen shot 2013-05-13 at 15.50.50

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here