Hugsanlega besta fiskisúpa sem ég hef smakkað frá Eldhúsperlur.com

min_IMG_2494

min_IMG_2486Tælensk fiskisúpa (fyrir ca. 6):

 • 1 búnt ferskt kóríander (ca. 50 grömm)
 • 1 lítill skallottlaukur
 • 4 hvítlauksrif
 • 3 cm bútur af engifer
 • 1 tsk kóríanderfræ
 • 1 tsk chilli mauk t.d sambal oelek (eða 1 ferskur chilli)
 • 1 tsk turmerik
 • 4 litlar fernur kókosmjólk eða tvær 400 ml dósir
 • 1.5 – 2 l vatn
 • Fisk- og grænmetiskraftur  (ég notaði 2 teninga af fisk og 1 af grænmetis)
 • 3 msk fiskisósa (má sleppa, fæst í matvöruverslunum hjá austurlensku vörunum)
 • 1 lítið fennel, skorið í tvennt og svo þunnar sneiðar. (Fennel lítur svona út)
 • 400 grömm þorskur (eða annar hvítur fiskur sem er frekar þéttur í sér)
 • 400 grömm ósoðnar risarækjur
 • 4 vorlaukar
 • Safi úr einni límónu, eða eftir smekk

min_IMG_2462Aðferð: Skerið kóríanderstilkana ásamt dálitlu af laufinu gróft niður. Skiljið smá lauf eftir til að strá yfir súpuna í lokin.min_IMG_2466Setjið kóríander, skallottlauk, hvítlaukinn, engifer, chillimauk, turmerik og kóríanderfræ í matvinnsluvél eða mortel og maukið vel saman.min_IMG_2468Hitið 1 msk af kókosolíu í stórum potti. Steikið kryddmaukið í olíunni í ca. 1-2 mínútur.min_IMG_2469Hellið vatninu og kókosmjólkinni yfir ásamt kraftinum, fiskisósunni og fennel og leyfið að sjóða í 10 mínútur. Smakkið til með fiskisósu, lime safa og salt og pipar ef ykkur finnst þurfa.min_IMG_2480Skerið fiskinn í bita og hreinsið rækjurnar.min_IMG_2477Þegar súpan hefur náð því bragði sem þið eruð sátt við hleypið suðunni upp og setjið fiskinn og rækjurnar út í og sjóðið í um 2 mínútur eða þar til fiskurinn er tilbúinn.min_IMG_2483Ég notaði þorsk og rækjur, það má þó auðvitað nota hvaða fisk sem er. Stráið söxuðum vorlauk og kóríander yfir í lokin.min_IMG_2496

SHARE